Almennt

Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla fyrir pöntunina hefur gengið í gegn. Kaupandi fær sent staðfestingarpóst og þar með komin löglegur samningur um kaupin.

 

Afgreiðsla pantana

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Vörur fást á meðan birgðir endast. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar, boðið uppá aðra vöru í staðinn eða varan endurgreidd ef þess óskað. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti í næsta pósthús. Ekkert gjald er tekið fyrir sendingar innanlands yfir 7000 kr (annars er sendingakostnaður á hverja pöntun um allt land).

 

Greiðslur:

Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslugátt borgun.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda.

 

Gallaðar vörur

Joe Boxer ábyrgist gallaðar vörur með eftirfarandi hætti: Ef vara reynist gölluð er hún send í viðgerð á okkar kostnað, en sú viðgerð getur tekið allt að 7-10 daga. Ef viðgerð reynist ómöguleg, verður henni skipt út fyrir nýja flík að sama verðmæti í samráði við viðskiptavin. Sú ábyrgð nær yfir efnisgalla og frágang á vörum en ekki yfir slæma meðferð, eðlilegt slit, tjón, ranga meðferð í þvotti og annað slíkt. Verslunarstjóri leggur mat á gallaðar vörur. Spurningar varðandi gallaðar vörur skulu berast til joeboxer@joeboxer.is.

 

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Joe Boxer tekur ekki ábyrgð á röngum verðum sem kunna að vera inná síðunni. Joe Boxer áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt.

 

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á joeboxer@joeboxer.is. Kaupandi getur einnig hringt í síma 5332009 til að fá beint samband við verslun.